Hlutabréf lækkuðu í nokkuð í Evrópu í dag og hafa að sögn Reuters ekki verið jafn lág í 5 ½ ár þó lítillega hafi dregið úr lækkun markaða undir lok dags.

Að sögn Reuters óttast fjárfestar að frekari vandræði séu framundan á fjármálamörkuðum og þeirri krísu sem staðið hefur yfir sé hvergi nær lokið.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði í dag um 5,4% en hafði um tíma lækkað um rúm 8%. Hún hefur nú ekki verið lægri frá því í maí árið 2003.

Þá lækkaði vísitalan um 7,8% í vikunni og hefur þar með lækkað um 22,4% í október.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 5%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 4,6% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan 4,9%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 3,5% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 3,7%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 6%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 6,1% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 10,1%.