*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 4. júní 2018 11:07

Evrópa lokaðri en Bandaríkin

Kínverjar eiga mun auðveldara með að ferðast til Bandaríkjanna en til Evrópu með tíu ára vegabréfsáritun.

Gunnar Dofri Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Jónína Bjartmarz var viðmælandi Viðskiptablaðsins í síðustu viku. Hún segir að fyrir tiltölulega skömmu hafi Bandaríkin komið upp þannig fyrirkomulagi gagnvart Kínverjum að þeir geti fengið vegabréfsáritun til tíu ára og geti á þeim tíma ferðast til og frá Bandaríkjunum að vild.

„Þetta er allt önnur staða gagnvart Evrópu og Schengen-svæðinu þar sem Kínverjar fá aðeins þriggja mánaða visaáritun til að ferðast einu sinni inn á svæðið. „Fyrrverandi markaðsstjóri Finnair í Kína sagði á frá því á málþingi ÍKV hér heima þegar fyrir nokkrum árum síðan að honum fyndist flókið og viðmikið ferli við öflun Schengenvisa- áritunum fyrir Kínverja vera til marks um að evrópsk stjórnvöld líti þannig á að helsti draumur Kínverjar væri að ná að lauma sér einhvern veginn inn til Evrópu til að vinna svart í eldhúsum eða einhverrri neðanjarðarstarfsemi. Þau virtust ekki gera sér grein fyrir þeirri ört vaxandi velmegun sem kínverskur almenningur búi við. Kínverjar hafi því ekkert í vestræn eldhús að sækja enda ferðamennirnir jafnan menntað fólk og vel stætt fjárhagslega.“

Er þetta eitthvað sem þú vildir sjá breytast?

„Já. Það er augljóst hvað Bandaríkin draga meira til sínu með nýju og opnara fyrirkomulagi um vegabréfsáritun. Ég tel að þetta muni breytast og ætla að þetta hljóta að verða einn hluti af „Belti og braut“ að liðka fyrir ferðalögum Kínverja til Evrópu. Hvað annars varðar „Belti og braut“ þá hafa enn sem komið er, af Evrópuríkjum, aðeins 16 Mið- og Austur-Evrópuríki gengið til samkomulags við Kína um þátttöku – þar af þrettán ríki Evrópusambandsins en 59 ríki í heiminum alls. Beint flug milli Íslands og Kína þegar af því verður mun líka verða til þess að auðvelda ferðalög milli landannna auk þess að að vera til hagsbóta fyrir vöruflutninga og skapa nýja möguleika fyrir útflutning til Kína.“

Sérhæfðar í þekkingarheimsóknum

Jónína rekur í félagi við þrjár konur ferðaskrifstofuna Iceland Europe Travel. „Ég stofnaði Okkar konur í Kína 2008 og við eigum það fjórar. Við sinnum aðallega gestum sem koma til Íslands, mikið til fjölskyldum og smærri hópum, sem hefur ekki verið feitasti bitinn í ferðaþjónustunni. Við höfum hins vegar sérhæft okkur í þekkingarheimsóknum, önnumst meðal annars í samstarfi við Reykjavíkurborg megnið af fyrirspurnum sem beinast að borginni en síðan hefur þetta þróast út í að við erum að vinna með alls konar hópum sem sækja til Íslands í margs konar þekkingarferðamennsku. Varðandi þessar heimsóknir leggjum við aðaláherslu á aðgang gesta að fræðslu um sjávarútveginn, nýtingu jarðhitans og jafnréttismálin – þau svið þar sem við Íslendingar búum að mikilli sérþekkingu.“ 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.