Dow Jones Stoxx 600 hækkaði um 1,3% og lauk í 354,19.

Lyfjafyriræki hækkuðu í dag í kjölfar þess að Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti að sala í Bandaríkjunum yrði minnkuð um 20%. GlaxoSmithKline, Sanofi-Aventis og AstraZeneca hækkuð öll um um það bil 3%

FTSE 100 vísitalan hækkaði um 1% og lauk í 6.084,4. Hugbúnaðarfyrirækið Sage, sem sérhæfir sig í þjónustu við endurskoðendur, hækkaði um 7,5%, en hagnaður fyrirtækisins jókst um 15% á fjárhagsárinu. Byggingavörufyrirtækið Wolseley hækkaði um 4%, en fyrirtækið hefur lækkað um 10% í mánuðinum. BHP Billiton hækkaði um 1,8%

Þýska vísitalan DAX hækkaði um 1,3% og lauk í 6.363,8. Volkswagen hækkaði um 4,3%.

Franska vísitalan CAC-40 hækkaði um 1,4% og lauk í 5381,25, en vísitalan hafði áður lækkað fimm daga í röð. Alstom hækkaði um 5,5%, Sanofi-Aventis um 2,8%.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 1,9% og lauk í 1154,78, en útflutningsfyrirtæki hækkuðu þar mest; Boliden um 5%, Metso um 5%, SSAB um 4,5%, Atlas Copco um 3,7%. Nordea hækkaði um 1,1, en framkvæmdarstjóri þess tilkynnti um afsögn sína í dag.

Norska vísitalan OBX hækkaði um 2,3%, en olíuverð hækkaði í dag.

Rússneska vísitalan RTS hækkaði um 2,1%, en Gazprom hækkaði um 3,4%, en orkumálaráðherra Rússlands spáði því að sköttum á gas yrði aflétt fyrir árið 2011. Lukoil hækkaði um 2,6% og Surgut um 1,4%, í kjölfar hækkun olíuverðs.