FTSE 100 vísitalan hækkaði um 1,2% og lauk í 6.230,1. HBOS fann fyrir áhrifum stýrivaxtahækkunnar seðlabankans og lækkaði um 1%. Imperial Tobacco hækkaði um 1,4% í kjölfar orðróms um að fyrirtækið íhugi að bjóða í fransk-spænska tóbaksframleiðandann Altadis.

Þýska vísitalan DAX Xetra-30 hækkaði um 1,8% og lauk í 6687,3. Volkswagen hækkaði um 0,3% í kjölfar afsagnar forstjóra fyrirtækisins, Wolfgang Bernhard. Continental hækkaði um 2,1% í kjölfar vel heppnaðrar kynningar í Detroit í Bandaríkjunum. Suedzucker lækkaði um 3,6% í kjölfar áhyggja um að sykurbirgðir Evrópusambandsins verði of miklar á næstunni.

Franska vísitalan CAC-40 hækkaði um 2% og lauk í 5609,89.  Accor hækkaði um 4,7% í kjölfar hækkaðs mats greiningaraðila. Suez og Gaz de France hækkuðu um 3,9% og 3,2% í kjölfar orðróms um að Pinault muni leggja fram tilboð.

Norræna vísitalan OMXN40 lækkaði um 2,2% og lauk í 1202. SEB hækkaði um 4,5%. Electrolux um 5,1%, en talið er að fjárfestingarsjóðurinn Cevian hafi keypt hluti í fyrirtækinu. Scania lækkaði um 3,5% í kjölfar þess að VW hafnaði yfirtökuboði í fyrirtækið.

OBX vísitalan hækkaði um 2,2% og lauk í 361,95, en olíufatið hækkaði lítillega í viðskiptum dagsins.