FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,6% og lauk í 6.228. HBOS bankinn hækkaði um 1,6%, en bankin tilkynnti að afkoma ársins yrði yfir væntingum markaðsaðila.

Dow Jones Stoxx 600 hækkaði um 0,6% og lauk í 364,16.

Þýska vísitalan DAX-30 hækkaði um 0,5% og lauk í 6552,58. Fresenius lækkaði um 2,7% í kjölfar lækkaðs mats Goldman Sachs. E.On hækkaði um 0,9% í kjölfar fjárfestinga í Rússlandi. Lufthansa hækkaði um 1,3% í kjölfar yfirtöku á Qantas flugfélaginu.

Franska vísitlalan CAC-40 hækkaði um 0,6% og lauk í 4409,58. GDF hækkaði um 0,7%, í kjölfar frétta um að Suez hefði áhuga á að kaupa 30% hlut í fyrirtækinu.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,1% og lauk í 1193,23. H&M lækkaði um 2,3%, en fyrirtækið birtir sölutölur nóvembermánaðar á morgun.

Norska vísitalan OBX hækkaði um 1,9% og lauk í 356,97. Olíuverð hækkaði í dag í kjölfar þess að OPEC ríkin tilkynntu um frekari skerðingu á framleiðslu. Statoil hækkaði um 3,3%.