FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,6% og lauk í 6.086,3. Jarðvinnslufyrirtækið Kazakhmys hækkaði um 3,1%, en málmverð eru í hámarki þessa dagana. Ólíufyrirtæin BP, Royal Dutch Shell og Total hækkuðu öll meira en 1,6%, í kjölfar orðróms um sameiningu á olíumarkaði Evrópu.

DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 1,2% og lauk í 6.372,80, stálframleiðandinn ThyssenKrupp hækkaði um 3,7%.

CAC-40 vísitalan hækkaði um 1,2% og lauk í 5.359,69.

Dow Jones Stoxx 600 hækkaði um 0,7% og lauk í 354,13.

OMXN40 hækkaði um 1,2% og lauk í 1162,17.

OBX hækkaði um 0,9% og lauk í 349,70. Telenor hækkaði um 3,6%.