FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,33% og lauk í 6.149,6.

DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 0,37% og lauk í 6.291,2. En uppgjör Deutsche Bank var yfir væntingum og stóð því í stað.

Franska vísitalan CAC-40 hækkaði um 0,41% í 5.370,86.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan hækkaði um 0,39% í 354,73, 1,8% aukning varð í jarðvinnslufyrirtækjum. BHP Billiton og Rio Tinto hækkuðu um 2,5%, í kjölfar þess að sink verð fór nálægt sögulegu hámarki og gullverð hækkaði einnig vegna veikingu Bandaríkjadalsins, segir í frétt Dow Jones.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,7% í 1150,44. Tele2 hækkaði um 13% og SanomaWSOY hækkaði um 3% í kjölfar góðra uppgjöra.

Norska vísitalan OBX hækkaði um 0,8% í 340,68. Storebrand hækkaði um 2,9% í kjölfar birtingar uppgjörs.