FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,52% í 6.214,6. Sykurframleiðandinn Tate & Lyle hækkaði um 3,8%, en fyrirtækið tilkynnti í dag að hluti af starfsemi fyrirtækisins í Evrópu yrði lokað. Námufyrirtæki hækkuði talsvert í dag; Xstarta hækkaði um 1,9%, Vedanta Resoures um 3,5% og Rio Tinto um 1,6%

Þýska vísitalan DAX Xetra 30 hækkaði um 0,28% í 6.264,92, en bifreiðaframleiðendurnir DaimlerChrysler og Volkswagen og BMW hækkuðu mikið í dag.

Franska vísitalan CAC-40 hækkaði um 0,33% í 5.422,28, en hjólbarðaframleiðandinn Michelin hækkaði í dag. Örflöguframleiðandinn STMicroelectronics lækkaði um 1% í dag, en sölutölur fyrirtækisins voru undir væntingum.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,1% í 1152,99.