FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,2% í 6.166,1. Hækkun Standard Chartered á þar þátt í en orðrómur um að fjárfestingafyrirtæki frá Dubai íhugi nú að auka hlut sinn í bankanum, segir í frétt Dow Jones.

Franska vísitalan CAC-40 hækkaði um 0,7% í 5.411,81.

Þýska vísitalan DAX Xetra hækkaði um 0,6% í 6.242,91.

BP lækkaði í kjölfar þess að olíufatið lækkaði niður 58,42 Bandaríkjadali í dag. Greiningaraðilar segja að lækkun olíuverðs eigi sér stað vegna efasemda um að OPEC ríkin geti staðið við yfirlýsingar um framleiðsluminnkun.

Royal Dutch Shell lækkaði um 0,2% í dag, en fyrirtækið hyggst bjóð 7,7 milljarða kanadískra dala í starfsemi Shell Canada.

Flugfélögin Air France og Deutsche Lufthansa nutu góðs af lækkun olíuverðs og lækkuðu um meira en 2%.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0.7% í 1155,14. OBX vísitalan lækkaði um 1.2% í 332,52.