Þýska vísitalan DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 1,1% í 6.182,73. Franska vísitalan CAC-40 hækkaði um 1,1% í 5.361,29. Breska vísitalan FTSE 100 hækkaði um 0,7% í 6.150,4. Dow Jones Stoxx 600 vísitalan hækkaði um 1% í 352.64.

Hækkanirnar í Evrópu áttu sér stað eftir að markaðir í Bandaríkjunum hækkuðu við opnun í dag, en Dow Jones vísitalan fór yfir 12.000 stiga markið í fyrsta sinn í dag.

Námufyrirtæki styrktust einnig talsvert á mörkuðum í dag, Antofagasta, BHP Billiton og Rio Tinto hækkuðu öll eftir að gull- og koparverð hækkaði.

Norræna vísitalan OMX40 hækkaði um 1,2%, í 1144,43. Fyrirtækið M-Real hækkaði um 15% við fréttir af framleiðsluminnkun og tilnefningu nýs stjórnarformanns. Nokia hækkaði um 1% en Ericson lækkaði um 0,4% en fyrirtækin munu birta afkomu þriðja ársfjórðungs í vikunni. Storebrand hækkaði um 3,5%.

Heimild: Dow Jones