FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,2% og lauk í 6.227,60. Royal Dutch Shell hækkaði um 0,6% eftir að hafa aukið hlut sinn í Shell Canada í 7,4 milljarða Bandaríkjadali.

Þýska vísitalan Dax Xetra 30 lækkaði um 0,1% og lauk í 6678,93. MAN hækkaði um 2,3% í kjölfar frétta um að fyrirtækið hyggðist draga yfirtökuboð sitt í sænska samkeppnisaðilann Scania til baka.

Franska vísitalan CAC-40 lækkaði um 0,1% og lauk í 5575,07. Alcatel lækkaði um 8,5% í kjölfar afkomuviðvörunnar. Suez lækkaði um 1,8% í kjölfar þess að forsetaframbjóðandinn Ségolène Royal sagðist muna taka fyrirhugaðan samruna við Gaz de France til endurskoðunar nái hún kjöri

OMXN40 lækkaði um 0,1% og lauk í 1225,07. Scania hækkaði um 1,1%, en Investor, sem er stærsti hluthafi Scania, lækkaði hins vegar um 1,2%.

OBX vísitalan var óbreytt í 380,76 í lok dags, þrátt fyrir hækkandi olíuverð.