Evrópska vísitalan Dow Jones Stoxx 600 lækkaði um 0,1% og lauk í 371,73.

FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,2% og lauk í 6.204,50.

Dax Xetra 30 vísitalan lækkaði um 0,2% og lauk í 6.701,70.

CAC-40 vísitalan lækkaði um 0,5% og lauk í 5.561,78.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,1% og lauk í 1224,67, en fjárfestar innleystu hagnað eftir hækkanir fimm daga í röð, segir í frétt Dow Jones.

Cargotec hækkaði um 10% í kjölfar hækkun á afkomuspá fyrirtækisins. Finnair hækkaði um 4% og SAS um 3,2% eftir jákvæða spá frá ABN Amro. Ericsson hækkaði um 0,9% í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs.

Norska vísitalan OBX lækkaði um 1% og lauk í 368,42. Statoil lækkaði um 2,5%.