Hlutabréfamarkaðir Evrópu lækkuðu í dag, en viðskipti dagsins voru í minna lagi, fjarskiptafyrirtæki lækkuðu sérstaklega í kjölfar fregna um að Vodafone væri að íhuga kaup á indversku farsímafyrirtæki.

Greiningaraðilar vænta þess að lítil viðskipti verði í evrópskum kauphöllum fram að áramótum.

FTSE 100 lækkaði um 0,2% og lauk í 6.183,70. Vodafone lækkaði um 1,5%

Ryanair Holdings hækkaði um 0,5%, eftir að fyrirtækið dró tilboð sitt í Aer Lingus til baka. Aer Lingus lækkaði um 0,2%.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,2% og lauk í 364,01, BT Group lækkaði um 1,3%.

CAC-40 vísitalan lækkaði um 0,1% og lauk í 5.510,39.

Suez hækkaði um 0,2% og Gaz de France um 1,6%.

DAX-30 vísitalan lækkaði um 0,2% og lauk í 6573,96.


Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,3% og lauk í 1203,60.

OBX lækkaði 1,1% og lauk í 366,4.