Flestir markaðir í evrópu lækkuðu eftir að birting framleiðsluvísitalu í Bandaríkjunum, sem var undir væntingum varð til þess að Bandaríkjadalurinn lækkaði enn frekar.

FTSE 100 lækkaði um 0,34% og lauk í 6.064.

DAX 30 vísitalan lækkaði um 0,9% og lauk í 6309,19. Volkswagen lækkaði um 3,8%.

CAC-40 vísitalan lækkaði um 1% og lauk í 5327,64. Alstom hækkaði um 2%. Danone lækkaði um 1,9%.

OBX vísitalan hækkaði um 0,1% og lauk úi 346,45, en Brent hráolíuverðið hækkaði yfir 64 dala markið í dag.

OMXN40 lækkaði um 1,1% og lauk í 1141,05. AP Moeller-Maersk lækkaði um 2,2%