Þýska vísitalan DAX Xetra 30 lækkaði um 1,8% og lauk í 6.298,17.

Siemens lækkaði um 2,9%, hugbúnaðarfyrirtækið SAP lækkaði um 1,7% og bifreiðaframleiðandinn DaimlerChrysler lækkaði um 2,8%. En staða evrunnar gagnvart Bandaríkjadalnum er ákaflega óhagstæð evrópskum útflutningsaðilum, segir í frétt Dow Jones. Lyfja- og efnafyrirtækið Bayer hækkaði um 2%, en afkoma fyrirtækisins var yfir væntingum greiningaraðila, en hagnaður fyrirtækisins dróst saman um 35%.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 1,5% og lauk í 350,60.


FTSE 100 vísitalan lækkaði um 1,2% og lauk í 6.050,1.

Verktakafyrirtækið Wilson Bowden hækkaði um 14,6%, en fyrirtækið staðfesti að það ætti í viðræðum við nokkra aðila um mögulega sameinginu. BAE Systems lækkaði um 3,1%, en dagblaðið Telegraph greindi frá því að ríkisstjórn Sádi-Arabíu hyggðist færa viðskipti sín yfir til franska fyrirtækisins Dassault Aviation, en BAE hefur selt ríkisstjórninni orrustuþotur.

Franska vístitalan CAC-40 lækkaði um 1,5% og lauk 5.308,65. Dassault Aviation hækkaði um 3,2%.

Norræna vísitalan OMXN40 lækkaði um 2,5% og lauk í 1139,45.

Norska vísitalan OBX lækkaði um 1,3% og lauk í 342,79, í kjölfar lækkandi olíuverðs.