Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,08% og lauk í 359,56, en fjárfestar sátu á sér á meðan úrslita úr þingkosninga í Bandaríkjunum var beðið.

Lyfjafyrirtæki lækkuðu í dag, en talið er að Demókratar muni lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum. GlaxoSmithKline lækkaði um 1,6%, AstraZeneac um 2%, Roche um 0,5% og Novartis um 1%.

DAX Xetra 30 vísitalan lækkaði um 0,2% og lauk í 6.349,26.

FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,1% og lauk í 6.239.

CAC-40 lækkaði nánast ekkert og lauk í 5.437,10.

EADS hækkaði um 3,2%, en fjárfestar létu taprekstur fyrirtækisins ekki á sig fá, en EADS spáir mikilli söluaukningu á árinu.

OMXN40 var óbreytt og lauk í 1166,54.

Scania hækkaði um 2,4%, en nú er ólíklegra að óvinveitt yfirtökuboð MAN takist. Danske Bank hækkaði um 3,1% í kjölfar orðróma um að ítalski bankinn Sanpaolo hyggi á yfirtöku.

OBX hækkaði um 0,2% og lauk í 346,82. Olíuverð hækkaði lítillega og hækkaði Statoil um 0,3% í kjölfar þess.