Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um brot úr prósentustigi og lauk í 371,58.

FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,1% og lauk í 6.210,30.

Franska vísitalan CAC-40 lækkaði um 0,1% og lauk í 5.555,04. Tryggingafélagið AGF hækkaðu um 0,2%, en Allianz frá Þýskalandi hefur boðist til að kaupa eftirstandandi hluti í AGF og Allianz Leben fyrir 10,5 milljarða evra. Allianz á 58% hlut í AGF og 91% hlut í Allianz Leben.

Þýska vísitalan Dax Xetra 30 lækkaði um 0,2% og lauk í 6689,62. Allianz lækkaði um 2,2%, en Allianz Leben hækkaði um 17,7%.. Lyfjafyrirtækið Merck KGaA lækkaði um 2,1% í kjölfar birtingar uppgjörs fjórða ársfjórðungs, en fyrirtækið hefur hækkað um 13% það sem af er árinu.

Norræna vísitalan OMXN40 lækkaði um 0,3% og lauk í 1220,80. Finnska upplýsingatæknifyrirtækið TietoEnator lækkaði um 14% eftir að hafa gefið út afkomuviðvörun, samkeppnisaðilar TietoEnator lækkuðu einnig í kjölfar afkomuviðvöruninnar; Atos Origin um 4,1% og Capgeminilosing um 2,4%

Norska vísitalan OBX hækkaði um 0,7% og lauk í 371,16. Statoil hækkaði um 2,3% þrátt fyrir að olíuverð hafi lækkað í dag.