Hlutabréfamarkaði í Evrópu hækkuðu í dag og hafa ekki hækkað jafn mikið á einni viku í heild ár að sögn Reuters.

Eins og fyrr var greint frá voru markaðir undir og yfir núllinu í dag en undir lok dags tóku þeir vel við sér og voru það helst hrávöruframleiðendur sem leiddu hækkun dagsins.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,4% í dag eftir að hafa lækkað um 0,2% fyrr í dag. Vísitalan hefur því hækkað um 4,1% í vikunni.

UBS bankinn hækkaði um 3% í dag eftir að fyrrverandi forstjóri bankans lagði til að bankanum yrði skipt upp og í kjölfarið tóku fjármálafyrirtæki við sér þó ekki hafi þau leitt hækkanir.

Around Europe, London's FTSE 100 index .FTSE was up nearly 1 percent, while Frankfurt's DAX .GDAXI and Paris' CAC 40 .FCHI both gained 0.3 percent.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkaði um 1% eftir að hafa staðið í stað í morgun. DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um 0,3% eftir að hafa lækkað um 0,7 % í morgun og AEX vísitalan í Amsterdam hækkaði um 1,2% Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 0,3%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 0,4% eftir að hafa staðið í stað og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 1,4%.