Breska vísitalan FTSE 100 hækkaði um 0,3% í 6.182,5.

Olíufyrirtækið BP hækkaði um 1,1%, en BHP Billiton lækkaði um 0,6%, en fyrirtækið tilkynnti að koparframleiðsla fyrirtækisins hafi minnkað um 19% í kjölfar verkfalls í verksmiðju þess í Chile. Anglo American lækkaði um 1,5% í kjölfar þess að tilkynnt var um að Cynthia Carroll, forseti málmframleiðslu Alcan, tæki sæti í stjórn fyrirtækisins í janúar á næsta ári. Norsk Hydro lækkaði um 0,5% í kjölfar þess að hagnaður fyrirtækisins var undir væntingum greiningaraðila.

Franska vístalan CAC-40 lækkaði um 0,1% í 5.404,54. En örflöguframleiðandinn STMicroelectronics lækkaði um 2,7%.

Þýska vísitalan DAX Xetra 30 hækkaði um 0,07% í 6.247,52. Lyfjaframleiðandinn Merck KGgA hækkaði um 0,7%.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,03% í 354,72.

Norræna vísitalan OMXN40 lækkaði um 0,3%. Handelsbanken lækkaði um 4,5% í kjölfar ófullnægjandi uppgjörs.