FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,48% í 6.184,8. Markaðurinn var í fimm ára hámarki í morgun í kjölfar 2,4% hækkunnar Royal Dutch Shell, en lyfjafyrirtækin AstraZeneca og GlaxoSmithKline lækkuðu síðari hluta dags sem varð til þess að vísitalan lækkaði aftur.

AstraZeneca lækkaði um 7,8%, þrátt fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi aukist um 29% á þriðja ársfjórðungi, en fyrirtækið hefur tilkynnt að þróun á blóðþurrðarlyfinu NXY-059 verði ekki haldið áfram. GlaxoSmithKline lækkaði um 4%, afkoma fyrirtækisins var undir væntingum greiningaraðila.

Þýska vísitalana DAX hækkaði um 0,31% í 6284,19. Vísitalan fór hæst í 6304 í dag, en talið er að fjárfestar hafi leyst út hagnað vegna hækkunarinnar.

Franska vísitalan CAC-40 hækkaði um 0,21% í 5433,79. France Telecom hækkaði um 3,6%, en sala fyrirtækisins jókst talsvert á þriðja ársfjórðungi. EADS hækkaði um 5% í kjölfar nýrra pantana á Airbus þotum til Kína.

Norræna vísitalan OMXN40 lækkaði um 0,4% niður í 1148,85, í kjölfar þess að sænski seðlabankinn hækkaði stýrivexti upp í 2,75% í dag.

Norska vísitalan OBX hækkaði um 2% í 340,06 í kjölfar hækkandi olíuverðs. Fjarskiptafyrirtækið Telenor hækkaði um 7% í kjölfar sterks uppgjör.

Markaðsaðila horfa til uppgjöra á morgun frá SEB, Sandvik, Kaupþing, Trelleborg, Novo Nordisk og SAAB, sem öll verða birt fyrir opnun markaða. Tölur um smásölu í Svíþjóð og byggingarvísitala verða einnig birtar á morgun, tölur um viðskiptahalla Íslands í september verða einnig birtur á morgun.