Atvinnuleysi mun aukast frekar innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári og efnahagslífið þar ekki ná sér á strik fyrr en á næsta ári, samkvæmt nýjustu væntingum framkvæmdastjórnar ESB. Þetta eru daprari sýn á þróun mála en framkvæmdastjórnin vænti í maí. Í spánni fyrir þetta ári og næst er búist við að Frakkar og Spánverjar muni ekki ná markmiðum sínum í niðurskurði á fjárlögum á næsta ári.

Framkvæmdastjórnin býst við að kreppan á meginlandi Evrópu muni dýpka á þessu ári og verði væntingar um hagvöxt minni en áður var gert ráð fyrir. Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir í umfjöllun sinni um málið óvissuna um þróun efnahagsmála mikla um þessar mundir.

Samkvæmt hagspá framkvæmdastjórnar ESB er gert ráð fyrir 0,25% samdrætti innan ESB á þessu ári og 0,5% hagvexti á næsta ári. Myndin sem dregin er upp fyrir evrusvæðið á næsta ári er öllu svartsýnni. Gert er ráð fyrir því að hagkerfið .þar dragist saman um 0,4% á þessu ári og vaxi aðeins um 0,1% á næsta ári. Í maíspá framkvæmdastjórnar ESB var gert ráð fyrir því að hagkerfið myndi standa í stað og 1,3% hagvexti á næsta ári.