Allar helstu vísitölur í Evrópu hafa lækkað yfir 1% í morgun. Stærstu ítölsku bankarnir hafa lækkað mun meira, eða um 4-5%. Minni lækkanir eru á Spáni, Helsta visitalan þar, IBEX35 hefur lækkað um 0,35%.

Hlutabréf lækkuðu mjög mikið í Bandaríkjunum og Evrópu í gær. Helstu vísitölurnar þrjár á Wall Street lækkuðu um 2,2-2,7%.

Uppfært 08:05

Lækkunin í Evrópu í morgun hefur gengið aðeins til baka. Sérstaklega lækkun banka á Ítalíu og hafa sumir hækkað það sem af er degi. Banco Populare hafði lækkað mest í morgun, um 4,96% en er nú upp um 0,25%.