Hlutabréf hækkuðu örlítið við opnun markaða í Evrópu í morgun en flestar vísitölur hafa þó skriðið niður fyrir núllið og sýna nú rauðar tölur.

Reuters fréttastofan segir að eftir tilkynningu Royal Bank of Scotland um afskriftir og aukið hlutafjárútboð hafi markaðir tekið snúning og farið niður á við.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur það sem af er degi lækkað um 0,1%.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan einnig lækkað um 0,1% á meðan AEX vísitalan í Amsterdam hefur lækkað um 0,4% og DAX vísitalan í Frankfurt um 0,3%. Í París stendur CAC 40 vísitalan í stað.

Í Kaupmannahöfn stendur OMXC vísitalan í stað en í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 1,7%.