Í nýjustu skýrslu Evrópska seðlabankans um fjármálastöðugleika á evrusvæðinu kemur fram að umtalsvert útlánatap sé í pípum bankakerfisins. Bankinn telur að tapið muni nema 283 milljörðum Bandaríkjadala á þessu ári og því næsta.

Fram kemur í skýrslunni að enn sé töluverð ógn gegn fjármálastöðugleika á evrusvæðinu. Auk þess sé óvissa um getu bankakerfisins til þess að taka á sig enn frekara tap vegna fjármálakreppunnar.

Niðurstaða skýrslunnar styrkir rök þeirra sem kvartað hafa yfir því að evrópskir bankar hafi ekki gengið jafn langt og bandarískir þegar kemur að afskriftum vondra útlána og styrkingu eiginfjárstöðunnar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .