Hlutabréf lækkuðu á flestum mörkuðum í Evrópu í dag eftir að hafa hækkað við opnun í morgun.

Þannig lækkaði FTSEurofirst 300 vísitalan um 2,3% og hefur ekki verið lægri frá því nóvember árið 2003 að sögn Reuters fréttastofunnar.

Það voru helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddi lækkanir dagsins að sögn Reuters fréttastofunnar. Þannig lækkaði Barclays til að mynda um 13,1% og Deutsche Bank um 6% svo dæmi séu tekin.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,2%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 1,3% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 2,5%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 1,5% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 4,5%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan hins vegar um 2,4% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 3,5%. Í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan hins vegar um 0,6%.