Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í viðskiptum dagsins. FTSEurofirst vísitalan lækkaði um 0,6%, eftir að hafa hækkað um 3,3% í dag. Árslækkun vísitölunnar nemur nú 23%. Frá þessu er sagt á Reuters.

FTSE 100 lækkaði um 0,56%, DAX lækkaði um 0,48%, CAC-40 lækkaði um ríflega prósent, KAX í Kaupmannahöfn lækkaði um tæplega 2% og  OMXS í Stokkhólmi lækkaði um 1,2%.