Evrópska hagkerfið er um það bil sex mánuðum á eftir hinu bandaríska hvað varðar samdrátt og versnandi efnahagshorfur. Þetta er mat Barton Biggs, sérfræðings Traxis Partners sem var í kvöld í viðtali á sjónvarpsstöð Bloomberg.

„Ég tel að við munum sjá samdrátt nafnstærða til viðbótar við samdrátt raunhagkerfisins," sagði Biggs.

Sérfræðingar hafa kallað eftir vaxtalækkun hjá Seðlabanka Evrópu að undanförnu. Á fimmtudaginn síðastliðinn hélt seðlabankinn stýrivöxtum óbreyttum í 4.25%, en gaf til kynna að vaxtalækkun kynni að vera handan við hornið. Sérfræðingar á fjármálamarkaði hafa gert skóna að því að snörp lækkun á evrópskum mörkuðum í dag hafi haft í för með sér sterk viðbrögð til Seðlabanka Evrópu.