Franska vísitalan CAC-40 hækkaði um 1,1% og lauk í 5.614,70. Saint Gobain hækkaði um 3,7% og Vinci um 6,4%, í kjölfar þess að milljarðamæringurinn Francois Pinault keypti 5,1% hlut í fyrirtækinu. Orkufyrirtækið Suez lækkaði um 9%, en Pinault hafði áður verið orðaður við yfirtöku á fyrirtækinu, sem á í vandræðum með að framfylgja fyrirhuguðum samruna við Gaz de France.

FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,4% og lauk í 6.237,20.

DAX Xetra 30 hækkaði um 0,9% og lauk í 6.6747,17. DaimlerChrysler hækkaði um 4% í kjölfar þess að Morgan Stanley hækkaði mat á fyrirtækið í yfirvogun.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,7% og lauk í 1229,05. SEB hækkaði um 3,7% eftir að Investor AB jók við hlut sinn í fyrirtækinu. Tele2 hækkaði um 3,8%. Finnair hækkaði um 5,6%.

Norska vísitalan OBX hækkaði um 1,5% og lauk í 376,62, en hækkandi olíuverð stuðlaði að hækkuninni. Petroleum Geo-Services hækkaði um 5,5% og Revus Energy um 3,5%.