FTSE vísitalan var nánast óbreytt við lokun markaðar og lauk í 6.129,2. Tryggingarfyrirtækið Friends Provident hækkaði um 6,7% í kjölfar þess að tilkynnt var að sala á líf- og lífeyristryggingum fyrirtækisins höfðu aukist um 40% á þriðja ársfjórðungi. Lyfjafyrirtækið Pharmaceutical Shire hækkaði um 1,8%, en fyrirtækið tilkynnti í dag um nýjar prófanir á lyfi gegn lifrasjúkdómum.

Þýska DAX vísitalan hækkaði um 0,2% og lauk 6268,92. DaimlerChrysler hækkaði um 3,1%. Linde hækkaði um 1,8%. Continental og Deutsche Bank birta uppgjör sín á morgun.

Austuríska vísitalan SMI lækkaði um 1%, en fjármálafyrirtækið UBS lækkaði um 5,1% í kjölfar uppgjörs sem var undir væntingum. Credit Suisse lækkaði um 1,3% en bankinn mun birta uppgjör sitt á fimmtudaginn. Greiningaraðilar telja að vísitalan hækki aftur á morgun.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,3% og lauk í 1142,56. Danske Bank hækkaði um 2% og UPM hækkaði um 0,2% í kjölfar birtinga á uppgjörum fyrir þriðja ársfjórðung.

Norska vísitalan OBX hækkaði um 0,6% í 337,93. Storebrand lækkaði um 1% en fyrirtækið birtir uppgjör sitt á morgun. Norski seðlabankinn mun tilkynna stýrivaxtaákvörðun á hádegi á morgun.