FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,7% og lauk í 6.131,50, tóbaksframleiðandinn hækkaði um 21,6% í kjölfar fregna um að Japan Tobacco hyggðist gera yfirtökuboð í fyrirtækið. Það varð einnig til þess að Imperial Tobacco hækkaði um 10% og British American Tobacco hækkaði um 2,3%.

Barclays bankinn hækkaði um 3%, en orðrómur er nú um að Citigroup, BBVA eða Bank of America hyggist bjóða í Barclays.

Rank Group lækkaði um 4,1% eftir að hafa selt Hard Rock veitingahúsakeðjuna.

DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 0,7% og lauk í 5.379,21.

CAC-40 vísitalan hækkaði um 0,5% og lauk í 5.379,21.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan hækkaði um 0,6% og lauk í 356,03.


Vísitalan í kauphöllinni í Istanbul, IMKB-100 hækkaði um 4,4% og lauk í 39.857,75, en yfirvöld í Tyrklandi ákváðu í dag að opna hafnir sínar fyrir varningi frá Kýpur, en aðildarviðræður í Evrópusambandið voru í hættu vegna þessa.

OMXN40 vísitalan hækkaði um 1% og lauk í 1169,85. Finnsku stálfyrirtækin Outokumpu og Rautaruukki hækkuðu um 4,5% og 3,8%.

OBX lækkaði um 0,1% og lauk í 347,22, en hráolíufatið féll í dag.