Fimm evrópsk flugfélög féllust í dag á að greiða sekt til bandarískra stjórnvalda fyrir verðsamráð en félögin eru sökuð um að hafa haft með sér samráð fyrir útboð í vöruflutninga til og frá Bandaríkjunum.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði lagt fram ákæru fyrir hönd samkeppnisyfirvalda þar í landi en með sátt hafa flugfélögin sem fyrr segir samið um sektagreiðslu en hún hljómar upp á 504 milljónir Bandaríkjadala.

Flugfélögin sem um ræðir eru Air France og KLM en þau eru nú í eigu sömu aðila og þurfa að greiða meginþorra sektarinnar eða um 350 milljónir dollara.

Hin flugfélögin voru Cathay Pacific, Dutch airline Martinair og SAS.