British Airways, Air France - KLM og 11 önnur evrópsk verða sektuð fyrir samkeppnisbrot vegna fraktflugs.  Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir heimildarmanni.

Samkvæmt heimildarmanninum mun Joaquin Almunia samkeppnistjóri í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynna um þetta kl. 16:00 (GMT) á morgun, þriðjudag.  Herma fréttirnar að flugfélögin verði sektuð samtals um 800 milljónir evra,  tæpa 123 milljarða króna, og British Airways muni þurfa að greiða 120 milljónir evra í sekt.