Kauphöll
Kauphöll
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Evrópsk hlutabréf hafa lækkað um 10% frá því þau náðu sínu hæsta gildi á árinu. Stoxx Europe 600 vísitalan var hæst þann 17. febrúar síðastliðinn og hafði þá ekki mælst hærri í 2 og hálft ár. Síðan þá hafa bankar, tryggingafélög og tæknifyrirtæki hinsvegar leitt lækkun á hlutabréfaverði.

Bloomberg fjallar um málið í dag. Lækkunin er einkum rakin til ástands skuldugra ríkja Evrópu, spænsk og ítölsk skuldabréf benda til að vandinn er mikill og þá hafa tölur um framleiðslu í Bandaríkjunum valdið vonbrigðum.