Hlutabréf í Evrópu þokuðust upp á við í morgun í kjölfar lækkandi olíuverðs og bjartsýni á að tæknifyrirtæki skili góðri afkomu, eftir að IBM tilkynnti betri afkomu á öðrum ársfjórðungi en búist var við.

The FTSE Eurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,2%, og Frankfurt Xetra Dax vísitalan sömuleiðis. Í París hækkaði CAC-40 um 0.4% og FTSE 100 vísitalan í London var 0,2% hærri.

Sjö daga stöðug hækkun hlutabréf á Wall Street tók enda í gær eftir að hlutabréf Citicorp féllu um 3% eftir að ljóst var að afkoma bankans á öðrum ársfjórðungi var lakari en reiknað var með. En þrátt fyrir þettavar ákveðin bjartsýni í New York eftir að IBM tilkynnti betri afkomu en spáð hafði verið og hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu um 3% eftir lokun. Afkoma IBM getur vonir um góða afkomu tæknifyrirtækja.

Eftir að olíuverð lækkaði nokkuð í næturviðskiptum hefur það stöðvast rétt yfir 57 dollara á tunnuna.