Hlutabréf á helstu mörkuðum í Evrópu féllu í verði við opnum markaðar. Lækkunin kemur í kjölfar verðfalls í Asíu. Nikkei hefur ekki lækkað jafnmikið á einum degi á þessu ári eða um 614,14 stig - 4,1%. Japanska vísitalan hefur ekki verið lægri frá miðjum nóvember 2005.

FTSE 100 í London, Cac vísitalan í Frakklandi go Dax í Þýskalandi lækkuðu um að minnsta kosti 1,4% á fyrstu tveimur tímunum í morgun.

Verðlækkun á hlutabréfamörkuðum endursepglar ótta fjárfesta við óstöðugleika í efnahagsmálum og áhyggjur þeirra af vaxtahækkunum hjá helstu seðlabönkum heims. Sérfræðingar búast við að hlutabréfamarkaðir verði óstöðugir á næstu vikum.