Hlutabréf á Evrópumörkuðum hækkuðu við opnun markaða í dag og héldu þar með áfram þar sem frá var horfið í gær. Bankar hafa farið fyrir hækkunum dagsins auk þess sem fjárfestar hafa tekið vel í fréttir af lækkun olíuverðs.

HSBC bankinn hefur hækkað um 3,2% og Royal Bank of Scotland um 7,5%.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur hækkað um 1,9% það sem af er degi. FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur hækkað um 1,8%, AEX vísitalan í Amsterdam hefur hækkað um 1,8% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 1,4%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan hækkað um 1,9% og í Sviss hefur SMI vísitalan hækkað um 1,7%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 1,6%, í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan hækkað um 1,8% og í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,4%.