Helstu hlutabréfavísitölur Evrópu lækkuðu við opnun markaða í morgun í kjölfar frétta um helgina af slæmri stöðu Grikklands. Þannig virðast samningaviðræður landsins við helstu kröfuhafa hafa siglt í strand og líkur á greiðslufalli aukist.

Við opnun markaða lækkaði FTSE vísitalan í Lundúnum um 0,51%, samkvæmt frétt BBC News . Mesta lækkunin var hjá lággjaldaflugfélaginu Easyjet, en gengi þess lækkaði um 2%.

Lækkanirnar voru hins vegar öllu meiri í Þýskalandi og Frakklandi. Þannig lækkaði Dax-vísitalan í Þýskalandi um 1,2% og Cac-vísitalan í Paris um 1%.