Á markaði
Á markaði
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Helstu hlutabréfavísitölu á evrópskum mörkuðum hafa ýmist hækkað eða lækkað það sem af er degi.  Þýska Dax vísitalan hefur lækkað mest eða um 0,55%, CAC í Frakklandi hefur lækkað um 0,30%. FTSE í Bretlandi hefur hækkað um 2,28% í viðskiptum dagsins. Í fyrstu viðskiptum dagsins hækkuðu allar vístiölurnar eftir að fjárfestar keyptu m.a.  upp hlutabréf í fjármálafyrirtækjum sem hafa lækkað hvað mest að undanförnu. Nú hefur Dax og CAC lækkað aftur eins og áður sagði.

Markaðir í Bandaríkjunum lokuðu í miklum plús í gær. Dow Jones hækkaði um 2,26% í viðskiptum gærdagsins, Nasdaq um 3,32% og S&P um 2,83%.