Hækkun varð á mörkuðum Evrópu í dag. Bankar fóru fyrir hækkunum og hafa ekki átt betri dag í fjóra mánuði, samkvæmt frétt Reuters. Þá hækkuðu bílafyrirtæki vegna lækkunar olíuverðs.

FTSEurofirst vísitalan hækkaði í dag um 2,1%. DJStoxx bankavísitalan hækkaði um 6,2% í dag.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,6%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 1,3% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 1,4%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 1,9% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 2,0%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 2,1%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 1,8% en í Noregi lækkaði OBX vísitalan hins vegar um 0,9%.