Bandarísku efnahagslífi stafar hætta af skuldakreppunni á evrusvæðinu og þarf að fylgjast grannt með þróun mála, að sögn Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóra Bandaríkjanna. Hann sat fyrir svörum hjá sameiginlegri efnahagsnefnd öldunga- og fulltrúadeilda bandaríska þingsins í dag.

Hann sagði fyrir nefndinni seðlabankanna vera á varðbergi og grípa inn í þróun mála beri svo undir.

Samkvæmt því sem Bloomberg-fréttaveitan segir um málið talaði Bernanke ekki fyrir sérstökum hvötum til að örva efnahagslífið.