Evrópskar hlutabréfavísitölur héldu áfram að lækka í morgun eftir lækkanir gærdagsins. Skuldakreppan í Evrópusambandinu heldur áfram að stýra hlutabréfamörkuðum, en sú ákvörðun Moody's að lækka lánshæfiseinkunn Spánar hefur töluverð áhrif á hegðun markaða í dag. Þá hjálpaði ekki að svissneski seðlabankinn lýsti því yfir að svissneski bankinn Credit Suisse þyrfti að auka eigið fé sitt í ár. Einnig horfa menn til þess að ávöxtunarkrafa á ítölskum eins árs ríkisvíxlum hækkaði töluvert í útboði í gær.

Í morgun hafði breska FTSE vísitalan lækkað um 0,96%, þýska DAX um 0,72% og franska CAC um 0,87%.