Evrópskar hlutabréfavísitölur hafa lækkað það sem af er degi og er ástæðan talin vera sú að í gær sló bandaríski seðlabankinn á væntingar um frekari aðgerðir til að auka laust fé í hagkerfinu. Samkvæmt fundargerðum frá fundi í bankanum þann 13. mars sl. ætlar seðlabankinn að halda að sér höndum nema að mjög hægi á hagvexti eða að verðbólga fari undir tveggja prósenta markmið bankans.

Um klukkan 8:30 að íslenskum tíma hafði breska FTSE vísitalan lækkað um 0,55%, þýska DAX vísitalan um 1,18% og franska CAC um 0,85%. Þá lækkaði japanska Nikkei vísitalan um ein 2,29% í nótt.