Evrópski seðlabankinn ætlar ekki að fjármagna rekstur skuldsettra evruríkja með kaupum á ríkisskuldabréfum þeirra. Þetta segir Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans.

Draghi segír í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times seðlabankann verða að starfa innan þeirra laga sem honum eru sett. Þá lagði Draghi, sem nýverið tók við stóli bankastjóra af Jean-Claude Trichet, að mikilvægasti þátturinn nú sé að endurvinna traust bæði íbúa evruríkjanna sem fjárfesta.

Financial Times segir talsvert hafa verið þrýst á bankann að kaupa upp skuldir evruríkja sem glíma við fjárhagserfiðleika. Draghi og aðrir bankastjórar evrópska seðlabankans hafa hins vegar vísað öllu slíku tali aftur til föðurhúsanna og sagt ríkisstjórnir í evruríkjunum verða að koma sér saman um varanlegar aðgerðir sem geti slegið á skuldavandann.