Evrópski seðlabankinn keypti í dag ríkisskuldabréf Spánar og Ítalíu á markaði. Bandaríska stórblaðið Wall STreet Journal segir bankann hafa stigið fram eftir að lántökukostnaður ríkjanna hækkaði mikið.

Bæði ríkin eru í þeim hópi evruríkja sem óttast hefur verið að geta farið á hliðian sökum skuldabyrða og hafa fjárfestar verið ófúsir til að lána þeim fjármagn.

Álag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítala stendur nú í 7,14% en Spánar í 5,55%. Þegar álag á skuldir Grikkja og Portúgala fór yfir 7% leituðu ráðamenn landanna á náðir Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir lánsfé.