Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir skuldsettustu evruríkin ekki mega geta gert ráð fyrir því að þeim berist hjálpa utan myntbandalagsins sem muni draga þau upp úr skuldafeninu. Að sama skapi geta leiðtogar skuldaslóða innan myntbandalagsins ekki reiknað með því að seðlabankinn stígi fram að sjálfsdáðum og komi þeim til bjargar.

AP-fréttastofan segir í umfjöllun sinni um skuldavandan evruríkjanna fjárfesta hafa vonað að evrópski seðlabankinn myndi opna veskið um leið og leiðtogar ríkjanna hafa komið sér saman um aðgerðir og kaupa skuldabréf ríkjanna af krafti.

Fréttastofan segir Draghi ekki hafa gefið neitt slíkt í skyn í ræðu sem hann hélt í dag, þvert á móti hafi hann þrýst á leiðtoga aðildarríkja myntbandalagsins að koma á jafnvægi í fjárlög evruríkjanna og grípa til aðgerða til að blása lífi í hagvöxt.

Þá sagði seðlabankastjórinn björgunarsjóð Evrópusambandsins eiga að koma í veg fyrir að skuldakreppa einstakra aðildarríkja hafi áhrif önnur ríki.

Leiðtogar ESB-ríkjanna hafa unnið að því baki brotnu að safna fjármagni í björgunarsjóðinn síðustu vikurnar, svo sem hjá fjárfestum á nýmörkuðum. Erfiðið hefur skilað litlum árangri, að sögn AP-fréttastofunnar.