Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,75% á vaxtaákvörðunarfundi í dag. Þetta er áttundi mánuðurinn í röð sem ekki er hreyft við stýrivöxtum bankans, en í júlí í fyrra voru vextir lækkaðir úr 1,0% í 0,75%. Nýjustu verðbólgutölur fyrir evrusvæðið sýna að verðbólga lækkaði úr 2,2% í 2,0% í janúar.

Ákvörðunin rímar við ákvörðun Englandsbanka, sem hélt sínum stýrivöxtum óbreyttum í 0,5% í dag.