Evrópski seðlabankinn opinberaði nýjar höfuðstöðvar bankans í Frankfurt opinberlega í gær. Höfuðstövðarnar samanstanda af tveimur 41 hæða skýjaklúfum. Framkvæmdir hófust árið 2005 og lýkur þeim eftir tvö ár.

Höfuðstöðvarnar hafa verið gagnrýndar fyrir þær sakir að kostnaður fór næstum 50% fram úr áætlunum. Turnarnir áttu að kosta um 850 milljónir evra. Nú þykir hins vegar víst að hann fari yfir einn milljarð, í það minnsta 160 milljarða íslenskra króna. Framúrkeyrslan skýrist einkum af því að efniskostnaður hefur hækkað frá því kostnaðaráætlun var lögð fram.

Í umfjöllun bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal segir m.a. að í bankastjórn evrópska seðlabankans sitji 23 bankastjórnar með aðalbankastjóranum Mario Draghi. Starfsmenn bankans eru 1.800 talsins. Skrifstofur bankastjórnarinnar verða á efstu hæðinni, þeirri 41.

Á staðnum þar sem turnar evrópska seðlabankans eru að rísa var áður einn stærsti ávaxta- og grænmetismarkaður í Þýskalandi. Honum var lokað árið 2004. Staðurinn geymir hins vegar öllu dekkri hlið á þýskri sögu en á lóð bankans var gyðingum safnað saman áður en þeir voru fluttir í útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni.