Evrópski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 25 punkta og fara vextir við það úr 1,5% í 1,25%. Þetta er fyrsta vaxtaákvörðun Mario Draghi, nýskipaðs bankastjóra evrópska seðlabankans.

Reuters-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum að með vaxtaákvörðuninni nú hafi nýr seðlabankastjóri snúið af þeirri leið sem Jean-Claude Trichet hafi leitt bankann með vaxtahækkun bæði í júlí og ágúst.

Fréttastofan segir aðstæður hins vegar hafa versnað síðan þá enda skuldakreppan tekin að herða tökin á evrusvæðinu.

Mario Draghi
Mario Draghi
© Aðsend mynd (AÐSEND)