Evrópski seðlabankinn tilkynnti rétt í þessu að bankinn hefði lækkað stýrivexti úr 0,15% í 0,05%.

Í júní voru stýri­vext­ir bank­ans lækkaðir úr 0,25% í 0,15%.

Jafnframt hefur bankinn lækkað innistæðuvexti enn meira, eða úr -0,1% í -0,2%.

Ákvörðunin kemur í framhaldi af ræðu Mario Draghi seðlabankastjóra ECB í Jacson Hole fyrir tæpum hálfum mánuði.

Þar lýsti Draghi sérstökum áhyggjum yfir lágri og minnkandi verðbólginu á evrusvæðinu.