Lántökukostnaður Spánverja hefur lækkað mikið eftir skuldabréfaútboð í dag sem sagt hefur heppnast ágætlega. Kostnaðurinn lá við 7% í kringum neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna um beggja vegna síðustu mánaðamóta. Hann er nú rúmlega helmingi lægri, í rétt rúmum 3%.

Reuters-fréttastofan greinir frá útboðinu með þeim hætti að ríkið hafa stefnt að útboði á milli 3,5 til 4,5 milljarða evra skammtímabréfum. Eftirspurnin hafi verið um það bil fjórföld og ákveðið að stækka útboðið upp í 5,6 milljarða evra.

Evrópski seðlabankinn keypti megnið af skuldabréfunum, samkvæmt upplýsingum Reuters.

Fréttastofan hefur eftir Nicholas Spiro, framkvæmdastjóra hjá verðbréfafyrirtækinu Spiro Sovereign Strategy í Lundúnum í Bretlandi, að þótt útboðið hafi tekist vel þá sé fjarri því að stjórnvöld séu sloppin undan skuldakreppunni á evrusvæðinu.

Matsfyrirtækið Fitchs tilkynnti í síðustu viku að spænska hagkerfið væri í svo miklum vandræðum að mjög hugsanlega verði lánshæfi landsins lækkað.